
VERMÚT & APERITÍFAR



DOLIN VERMOUTH DRY
750 ML - 17.5% - 3990 kr. án vsk.
Einn sá vinsælasti þurri vermútinn. Framleiddur úr 15 mismunandi grösum og kryddum sem er svo blandað við sérvalið hvítvín. Absinth, rósir og appelsínubörkur eru einnig á meðal þekktra hráefna. Lyktin einkennist af sítrusberki, balsamik og mentól. Bragðið er léttleikandi; mild pera, plóma og ferskur sítrus. Fjallajurtir fara mikinn ásamt lúmsku, bitursætu eftirbragði. Kallar á Martini.
DOLIN VERMOUTH ROUGE
750 ML - 16% - 3890 kr. án vsk.
Margverðlaunaður vermút bruggaður eftir aldagamalli uppskrift. Amberrauður með mildum og krydduðum þef sem minnir á gras, valhnetur, kanil og vanillu. Bragðið ber með sér flókna samsetningu krydda í góðri harmóníu; þurrkaðir ávextir, möndlur, sítrus, pera, krydduð kaka og milt tóbak. Þéttur, léttur og bitur.


DOLIN VERMOUTH BLANC
750 ML - 16% - 3890 kr. án vsk.
Drykkur sem byggir á uppskrift frá árinu 1881 úr frönsku ölpunum. Tær með ögn gulleitum tón. Flókin lykt af fjallagrösum og ferskum sítrus ávexti. Mjúkir bragðtónar með blómum, ylliberjum, möndlum og ferskju. Frískar uppá kokteila og hentar sérlega vel í súra drykki.
MANCINO SAKURA
500 ML - 4890 kr. án vsk.
Japönsk kirsuberjablóm, ítalskar fjólur og 18 önnur náttúruleg innihaldsefni mynda dásamlegan drykk sem byggir á ítölsku hvítvíni. Væmin lykt blóma, biturt og sætt bragð.
Varan er framleidd í takmörkuðu upplagi, aðeins 4000 flöskur á ári.


HOTEL STARLINO APERITIVO ARANCIONE
750 ML - 17% - 3999 kr. án vsk.
Framleitt úr ítölsku trebbiano hvítvíni, hýði af sítrus ávöxtum og kryddum; svo sem illiblómum, angelica blómum, malurt, kóríander og timjan. Liturinn er fagur appelsínugulur og lyktar af beiskum sítrus. Bragðið er fersk; mildur sítrus, kraftmiklar appelsínu og blóðappelsínur, með keim af cantalópu melónu og ferskjum. Best í spritz en einnig gott í tónik/sódavatn.
HOTEL STARLINO APERITIVO ROSÉ
750 ML - 17% - 3999 kr. án vsk.
Unninn er úr hvítvíni, illiblómum, bleikum greip ávexti, hindberjum, jarðarberjum, sítrus berki og fleiri hráefnum.
Fölbleikur að lit og lyktar sem rósir, plóma og mild rauð ber. Bragðið er þurrt, ávaxtaríkt og með blómlegu eftirbragði.
Kallar á spritz eða svalandi sumarkokteil.


HOTEL STARLINO APERITIVO ELDERFLOWER
750 ML - 17% - 3999 kr. án vsk.
Eimuð ítölsk alpa illiblóm skreyta bragðið í bland við eimaðan sítrus börk, önnur krydd og jurtir. Útkoman er blómlegt ávaxtaríkt bragð sem minnir á perur, lychee ber og að sjálfsögðu illiblóm. Hentar vel í spritz og tónik.
P31 GREEN SPRITZ
750 ML - 11% - 4890 kr. án vsk.
Eiturgrænn ítalskur aperitivo sem er engu líkur. Aprikósur, blóm og appelsínur eru það sem einkenna þennan óhefðbundna drykk. Notast er við 20 mismunandi náttúruleg hráefni og krydd sem gera drykkinn ferskan, sætan og skemmtilegan í framandi kokteilagerð. Hentar vel í drykki sem byggjast á mezcal og tequila.
